föstudagur, 29. apríl 2016
Fólk 31. júlí 2012 10:00

Lára fer af Vefpressunni

Vefpressan rekur meðal annars netmiðlana Pressan.is og Eyjan.is.

Ritstjórn
Lára Björg Björnsdóttir
Aðsend mynd

Lára Björg Björnsdóttir hefur látið af störfum sem skrifstofustjóri Vefpressunnar. Hún staðfesti þetta í samtali við Viðskiptablaðið.

Vefpressan rekur meðal annars netmiðlana Pressan.is og Eyjan.is og er í eigu Björns Inga Hrafnssonar, Arnars Ægissonar, Salt Investment, Ólafs Más Svavarssonar, Steingríms S. Ólafssonar og Guðjóns Elmars Guðjónssonar. Björn Ingi tók nýverið við ritstjórnarstarfi Pressunnar á ný en hann gegnir jafnframt starfi stjórnarformanns og útgefanda Vefpressunnar.