Lárus Ísfeld
Lárus Ísfeld
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Forstöðumaður Eimskipafélags Íslands í Bandaríkjunum, Lárus Ísfeld hefur hætt störfum, eftir níu ár í starfi.

Lárus var einn af þeim sem stýrðu flutningum á hafnarstarfsemi félagsins frá Norfolk í Virginíu, þar sem það hafði starfað í um hálfa öld, og Boston, þar sem félagið starfaði í 30 ár, til Portland í Maine árið 2013.

Áur var hann stofnandi, og starfaði fyrir félagið Icexpress frá 2003 til 2009 en áður starfaði hann hjá Viska Investment á árunum, eða frá 2001 til 2003.

Lárus er með BS í alþjóðafræði frá Methodist University í Norður-Karólínu, frá árinu 1997. Hann útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands árið 1990.

Lárus hyggst áfram búa í Bandaríkjunum en Andrew Haines, varaforstöðumaður markaðsmála hjá Eimskip, hefur tekið við hluta af störfum hans.