Laun borgarstjóra hafa verið miðuð við forsætisráðherra um áratuga skeið. Breytingin felur í sér að laun Dags B. Eggertssonar borgarstjóra hækka úr 1,5 milljónum í nærri 1,7 milljónir. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í morgun.

Launin hækka um ríflega 10%, en hefðu hækkað um 35% í rúmlega tvær milljónir ef launin hefðu hækkað til samræmis við launahækkun þá sem gert er ráð fyrir í nýegum úrskurði kjararáðs. Dagur ákvað í nóvember á síðasta ári að laun hans myndu ekki lengur elta laun forsætisráðherra eins og kveðið er á um í ráðningarsamningi borgarstjóra. Í Morgunblaðinu segir að hann hafi ritað deildarstjóra kjaradeildar borgarinnar bréf um síðustu mánaðamót þar sem sú skýring er gefin á ákvörðun hans að hann hafi viljað gefa Alþingi ráðrúm til að grípa inn í niðurstöðu kjararáðs.

Þetta fel­ur það í sér að laun borg­ar­stjóra, sem eru nú um 1,5 millj­ón­ir króna, verða ná­lægt 1,7 millj­ón­um króna og hækka um liðlega 10% í stað þess að hækka í rúm­lega tvær millj­ón­ir, um 35%, eða um hálfa millj­ón á mánuði eins og úr­sk­urður kjararáðs gerði ráð fyr­ir. Með breytingunni lækka heildarlaun borgarstjóra yfir kjörtímabilið um fjórar milljónir, segir í Morgunblaðinu.