Laun hafa ekki hækkað hraðar í Bandaríkjunum síðan árið 2009, en síðustu tölur sem birtast fyrir komandi kosningar í landinu á þriðjudaginn sýna metvöxt í nýráðningum í októbermánuði.

Nýjum störfum fjölgar um 161 þúsund

Í mánuðinum bætti einkageirinn við sig 161 þúsund störfum og endurmat á ráðningum fyrir ágúst og septembermánuð bæta við 44 þúsund störfum í þeim mánuðum.

Meðaltímalaunin hækkuðu um 2,8% ef horft er til síðasta árs, en hækkunin nam 2,7% í september. Hvort tveggja er talið auka líkurnar á að stýrivextir verði hækkaðir í landinu.

Betra atvinnustig en í aðdraganda síðustu þriggja forsetakosninga

Fjöldi tölfræðiupplýsinga sýna að atvinnustigið sé sterkara í aðdraganda þessara kosninga heldur en verið hefur fyrir síðustu þrjár kosningar, sem styður við fullyrðingar Demókrata um að þeir hafi stýrt viðsnúningi efnahagslífsins undir forystu Barack Obama forseta í miðju efnahagshruninu fyrir átta árum síðan.

Keppinautur Hillary sem er forsetaframbjóðandi Demókrata, Donald J. Trump sem er forsetaefni Repúblikana sagði niðurstöðurnar hörmulegar og þær sýndu fram á mistök í efnahagsstjórninni undir forystu Demókrata.

Minna atvinnuleysi en síðustu þrjú skipti

Will Marshall, forseti hugveitunnar Progressive Policy Institute sagði hins vegar að 5,2% kaupmáttarvöxtur á árinu 2015 sýndi að hægur vöxturinn væri loksins „færa afraksturinn til allra Bandaríkjamanna.“

Atvinnuleysið sem mælist 4,9% er lægra heldur en í október 2004, 2008 og 2012, þó það sé hærra en þau 3,9% sem það stóð í á sama tíma árið 2000, þegar George W. Bush vann sitt fyrsta kjörtímabil.

Bandaríkjamenn enn áhyggjufullir yfir hagkerfinu

Hlutfall þeirra sem hætta sjálfviljugir í störfum sínum er nú hærra en það var í aðdraganda síðustu þriggja forsetakosninga. Sýnir það traust fólk á því að það geti fengið ný störf.

Þrátt fyrir góðar hagtölur er margt sem bendir til að Bandaríkjamenn eru áfram áhyggjufullir út af hagkerfinu, sem gerir Demókrötum erfitt fyrir um að hreykja sér af efnahagsbata sem margir hafa orðið fyrir vonbrigðum út af.

Versta vandamál Bandaríkjanna

Samkvæmt könnun Reuters/Ipsos sem Financial Times vísar í , þá sést að Bandaríkjamenn lista efnahagslífið sem versta vandamál sem blasir við Bandaríkjamönnum, en fimmtungur þeirra segja það helsta vandamálið.

Ein þeirra hagstærða sem sýnir einna helst hve hægur hagvöxturinn hefur verið eru tölur yfir þá sem eru á vinnumarkaði, það er þá sem eru að leita sér eða eru í vinnu.

Þó það hlutfall hafi náð sér á ný síðan það fór alveg niður í 62,4% í september á síðasta ári, er það enn í 62,8% sem er langt fyrir neðan þau 66% sem hlutfallið stóð í árið 2004 í októbermánuði.