Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, var með að meðaltali 4,3 milljónir króna í mánaðarlaun á síðasta ári. Fram kemur í uppgjöri félagsins sem birt var í gær að heildarlaun Eggerts námu 50,7 milljónum króna. Þetta var fyrsta heila starfsár Eggerts hjá N1 en hann var ráðinn forstjóri félagsins í júlí árið 2012 og er því samanburður á milli ára ómarktækur. Til samanburðar var Hermann Guðmundsson , sem stóð upp úr forstjórastólnum fyrir Eggerti á sínum tíma, með rétt rúmlega 33,5 milljónir króna í árslaun árið 2011. Það gera um 2,8 milljónir króna í mánaðarlaun.

Miðað við þetta hafa laun forstjóra N1 hækkuðu um 54% á tveimur árum.

Fram kemur í uppgjöri N1 að Margrét Guðmundsdóttir, formaður stjórnar félagsins, var með 7,7 milljónir króna í stjórnarlaun á síðasta ári en aðrir stjórnarmenn með minna.

Þá kemur fram í uppgjörinu að Eggert Þór Kristófersson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs N1, stendur næstur á eftir Eggerti í launastiganum, í það minnsta eina og hann er birtur í uppgjörinu, með rúmlega 31,4 milljónir króna árslaun í fyrra. Það gera 2,6 milljónir króna á mánuði.