*

sunnudagur, 17. febrúar 2019
Innlent 22. desember 2017 12:21

Laun hækkað um 7,1% á árinu

Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 0,1% í nóvember en vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 0,4%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 0,1% frá fyrra mánuði í nóvember og fór hún upp í 631,6 stig. Miðast hún við að hafa verið 100 stig í desember 1988. 

Launavísitalan hefur hækkað um 7,1% síðastliðnu tólf mánuði, en eins og Viðskiptablaðið hefur sagt frá segir Kjararáð að hækkanir sínar séu undir þeirri hækkun.

Vísitala framleiðsluverðs hækkaði svo um 0,4% milli október og nóvember 2017 að því er Hagstofan greinir frá. Sjávarafurðir lækkuðu um 0,8% en afurðir stóriðju hækkuðu um 0,3%. Matvæli hækkuðu um 0,7% og annar iðnaður hækkaði um 1,6%. 

Vísitala framleiðsluverðs hefur hækkað um 1,8% frá nóvember 2016. Þar af hefur verð sjávarafurða hækkað um 1,4% en annar iðnaður lækkaði um 13,6%. 

Afurðir stóriðju hafa hækkað um 16,4% en matvæli lækkað um 1,9% á sama tímabili. Útfluttar afurðir hækkuðu um 6,0% á einu ári, en verð þeirra afurða sem seldar voru innanlands lækkuðu um 6,1%.