Laun hækka um 2,8% og lægstu laun um 9.750 krónur samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Fréttastofa RÚV segir stefnt að undirritun kjarasamninganna í kvöld. Samninganefndir ASÍ og SA funduðu um kjarasamningana í gærkvöldi og í allan dag.

Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sögðu á Alþingi í dag þær breytingar sem kjarasamningarnir geti falið í sér verða til bóta fyrir alla hópa samfélagsins og ná fram kjaraaukningu. Kjarasamningarnir og skuldatillögur ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu hluta skulda verðtryggðra íbúðalána landsmanna geti aukið jafnvægi í efnahagslífinu, hafa jákvæð áhrif á þróun efnahagsmála, blásið lífi í fjárfestingar og lagt grunn að hagvexti á næstu árum. Eins

„Nú er dagur til að gleðjast yfir þeim árangri sem er að nást en ekki að steyta hnefa. Eiga ekki allir að vera glaðir? Svona á þetta að vera í aðdraganda jóla,“ segir Sigmundur.