Laun ríkisstarfsmanna í stéttarfélögum innan ASÍ hafa hækkað mest frá árinu 2006 til septembermánaðar í fyrra en laun starfsmanna í aðildarfélögum BSRB hjá sveitarfélögum minnst. Þetta kemur fram í skýrslu heildarsamtaka vinnumarkaðarins. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Hreint tímakaup framhaldsskólakennara hækkaði mest á milli 2013 og 2014, eða um 14,6% en hreint tímakaup hjá ríkisstarfsmönnum innan BSRB hækkaði um 4,9% sem var minnsta hækkunin.

Í skýrslunni kemur fram að löng hefð sé fyrir verklagi við gerð kjarasamninga á Norðurlöndunum sem læra megi af.