Aðalfundur Arion banka 2017 var haldinn í gær. Þar var ársreikningur bankans samþykktur. Breytingar á launum stjórnar, sem fela í sér 6,6% meðaltalshækkun á milli ára, voru samþykktar.

„Ákveðið var að greiða ekki út arð en stjórn bankans hefur víðtæka heimild til að leggja fram tillögu um arðgreiðslu eða aðra ráðstöfun eigin fjár og því mun stjórnin mögulega boða til aukahluthafafundar síðar á árinu þar sem tillaga um slíka ráðstöfun yrði lögð fyrir,“ segir í tilkynningu frá bankanum.

Á fundinum voru eftirfarandi endurkjörnir í stjórn bankans: Brynjólfur Bjarnason, Guðrún Johnsen, John P. Madden, Kirstín Þ. Flygenring, Måns Höglund, Monica Caneman og Þóra Hallgrímsdóttir. Jafnframt var Jakob Már Ásmundsson kjörinn nýr í stjórn bankans en Benedikt Olgeirsson hættir í stjórninni. Áfram er jöfn kynjaskipting í stjórn bankans. Kirstín er fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórninni, aðrir eru tilnefndir af Kaupskilum.

Varamenn í stjórn bankans voru einnig endurkjörnir. Varamenn eru: Björg Arnardóttir, Ólafur Örn Svansson og Sigurlaug Ásta Jónsdóttir.