Angela Ahrendts yfirmaður sölu hjá Apple fékk 25,8 milljónir dala, um 3,3 milljarða króna, í laun, kauprétti og hlunndini á síðasta ári.

Það er meira en tvöfalt meira  en forstjórinn Tim Cook sem fékk 10 milljónir dala eða 1,3 milljarða króna. Luca Maestri fjármálastjóri tæknirisans var næst launahæstur með 25,3 milljónir dala.

Ahrendts er hæst launa kona Bandaríkjanna ef litið er til lista Bloomberg um hæstu launin. Ahrendts hóf störf hjá Apple árið 2013, en áður var hún forstjóri tískuvöruframleiðandans Burberry.

Vaknar eldsnemma

Sama ár og hún flutti sig yfir til Apple kom í hún í viðtal við Sunday Times. Þar kom fram að fram að Aherndts átti þrjá ung­linga og átti erfitt með að halda jafn­vægi á milli einka­lífs og vinnu.

Hún byrj­aði að vinna klukk­an 4.35 á morgn­ana og reyndi að vinna ekki nema eitt kvöld í viku og reyndi að láta ferðalög ljúka á föstudögum svo hún gæti verið heima hjá sér um helg­ar.