*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 22. ágúst 2018 10:31

Launavísitalan hækkaði um 0,4% milli mánaða

Undanfarna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,3%.

Ritstjórn
Hagstofa Íslands
Haraldur Guðjónsson

Launavísitala í júlí 2018 er 663,4 stig og hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,3%. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar

Frá því í júní hefur kaupmáttur launa hækkað um 0,3% en vísitala kaupmáttar launa í júlí stendur í 149,6 stigum. Síðustu mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 3,5%. 

Í vísitölu júlímánaðar gætir áhrifa kjarasamninga aðildarfélaga Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem kveðið er á um almennar launahækkanir á bilinu 1,1% til 4,1% þann 1. júlí 2018.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim