Sundar Pichai, framkvæmdastjóri Google, fær í árslaun meira en það sem Google hefur greitt í skatt til breskra yfirvalda á síðastliðnum tíu árum.

Pichai hlaut í laun fyrir störf sín hlutabréf hverra virði nemur um 140 milljónum breskra punda, eða um 25,3 milljarða íslenskra króna.

Einhverjar sölukvaðir eru þó á hlutabréfunum en kvöðunum verður aflétt í áföngum þar til árið 2019. Heildareign Pichai í félaginu nemur þá um 650 milljónum dala.

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um nú á dögunum er Google verðmætasta fyrirtæki heimsins. Pichai er þá á sama tíma einn hæst launaði formaður nokkurs félags.