*

mánudagur, 20. maí 2019
Innlent 3. apríl 2019 13:37

Launþegum fjölgaði um 1,4% milli ára

Heildarfjöldi launþega var 187.500 í janúar. Mest fjölgaði í byggingastarfsemi og fækkaði í sjávarútvegi.

Ritstjórn
Starfsmönnum fjölgaði hlutfallslega mest í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð milli ára í janúar, um 500 manns eða 4,2%.
Haraldur Guðjónsson

Heildarfjöldi launþega var 187.500 í janúar 2019, og fjölgaði um 1,4%, eða um 2.600 manns, frá sama mánuði árið áður. Í sama mánuði voru launagreiðendur 17.742 talsins. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar.

Mest fjölgaði launþegum í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, um 4,2%, og voru 13.300 talsins. Þar á eftir kemur fræðslustarfsemi og opinber stjórnsýsla með 3,9% aukningu, og heilbrigðis- og umönnunarþjónusta með 3,2% aukningu.

Lítil fjölgun var í öðrum greinum, en samtals fjölgaði í 5 greinum og fækkaði í jafn mörgum. Starfsmönnum fækkaði mest í sjávarútvegi um 4,6%, næstmest í sölu, viðgerðum og viðhaldi á vélknúnum ökutækjum og tengivögnum, en óverulega í öðrum greinum.

Stikkorð: Hagstofa launþegar
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim