*

laugardagur, 20. október 2018
Innlent 7. janúar 2018 15:04

LBI tapar sex riftunarmálum

LBI, gamli Landsbankinn, tapaði síðustu riftunarmálunum sem bankinn höfðaði vegna falls Landsbankans.

Ingvar Haraldsson
Ársæll Hafsteinsson, framvæmdastjóri LBI.
Haraldur Guðjónsson

LBI, gamli Landsbankinn, tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. desember sex riftunarmálum, sem snérust um greiðslur út úr Landsbankanum á mánuðunum fyrir fall bankans. Samanlögð fjárhæð þeirra greiðslna sem LBI óskaði eftir að yrði rift var á annan milljarð íslenskra króna miðað við núverandi gengi krónunnar.

Í öllum tilfellum laut LBI í lægra haldi þar sem dómari taldi að greiðslurnar hafi virst eðlilegar þegar þær áttu sér stað.

Í tilkynningu, sem birt var á vef LBI sama dag og dómurinn féll, kom fram að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort málunum verði áfrýjað. LBI segir málin vera síðustu riftunarmálin sem óleyst hafi verið í tengslum við fall Landsbankans.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.