Blautur ehf., sem rekur Lebowski bar á Laugarvegi, hagnaðist um 17,8 milljónir króna á síðasta ári. Hagnaðurinn jókst um yfir 20% frá árinu áður.

EBITDA hjá Lebowski bar þrefaldaðist á síðasta ári og nam 30 milljónum króna. Á árinu 2013 fékk fyrirtækið hins vegar eftirgjöf skulda fyrir 19 milljónir króna og var sú eftirgjöf tekjufærð á rekstrarreikningi þess árs. Því var ekki til að tjalda á síðasta ári og því jókst hagnaður Blauts ekki jafn mikið og EBITDA fyrirtækisins.

Handbært fé frá rekstri Blauts var 36 milljónir króna á síðasta ári, en var neikvætt um 12 milljónir árið 2013. Eignir Blauts námu 56 milljónum króna í lok síðasta árs en skuldir fyrirtækisins námu 71 milljón króna og voru þær aðallega við tengd félög og hluthafa. Eigið fé Blauts var því neikvætt um 15 milljónir króna.

Viðskiptablaðið greindi frá því á dögunum að Blautur hefði áform um að opna sérstakan gin & tónik bar.