*

mánudagur, 25. mars 2019
Erlent 11. júlí 2016 17:42

Leður og kjöt ræktað í rannsóknarstofu

Bandarískt líftæknifyrirtæki hefur tryggt sér andvirði 6,6 milljarða króna fjármögnun til að byggja upp kjöt- og leðurframleðslu.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Fyrirtækið Modern Meadows hefur tryggt sér 53,5 milljón Bandaríkjadali, jafnvirði um 6,6 milljarða króna, í fjármögnun til að byrja að framleiða leður í rannsóknarstofum.

Minnkar efnanotkun

Gæti tæknin komið í stað þess að rækta dýr til leðurframleiðslu, en jafnframt gæti hún minnkað þá miklu vinnu og efnanotkun sem fer í að framleiða leður á hefðbundinn hátt.

Búast forsvarsmenn fyrirtækisins við því að ræktunin leyfi þeim að hanna, rækta og setja saman leðurfrumurnar þannig að það líti alveg eins út og náttúrulegt leður án þess að þurfa að nota eitruð efni í ferlinu.

„Við erum að búa til efni sem hefur ekkert hár eða fitu á sér, svo ekki þarf sömu aðferðirnar eða eitrið sem notað er annars staðar í leðuriðnaðinum,“ sagði forstjóri og samstofnandi fyrirtækisins, Andras Forgacs.

Framleiða líka kjöt

Þar sem framleiðsluferlið veitir meiri stjórn gætu hönnuðir pantað leður með ákveðna þætti eða útlitseinkenni í staðinn fyrir að þurfa að velja á milli þess sem náttúran býður uppá.

Fyrirtækið mun þó ekki einungis framleiða leður því fyrirtækið segir nauðsynlegt að rækta leðrið og kjötið saman. Næsta stig er að hefja undirbúning að framleiðslu en rannsóknarvinnan hefur verið í gangi síðan fyrirtækið var stofnað árið 2011.

Stikkorð: Líftækni kjöt leður rannsóknarstofu