*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 31. október 2016 13:45

Leggja fram tillögðu um minnihlutastjórn

Píratar lögðu í dag fram tillögu um fimm flokka minnihlutastjórn, þar sem að Píratar og Samfylkingin styddu stjórnina.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Píratar eru tilbúnir mynda minnihlutastjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, sem yrði þá studd af Pírötum og Samfylkingunni. Þessa hugmynd kynntu Birgitta Jónsdóttir, Einar Aðalsteinn Brynjólfsson og Smári McCarthy, fyrir Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Þetta kemur fram í frétt Mbl.is.

Þar er haft eftir Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, að þau væru tilbúin að styðja minnihlutastjórn sem gæti verið þannig sett upp að Viðreisn, Björt Framtíð og Vinstri-græn og Píratar og Samfylking kæmu til með að styðja hana án þess að eiga ráðherrasæti.

Hún telur það einfaldara fyrirkomulag en ef að formenn fimm flokka sætu við ríkisstjórnarborðið.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, sagði í samtali við Mbl.is að þau væru algerlega tilbúin að taka þátt í og jafnvel leiða fimm flokka stjórn. Þar vísaði hún til Pírata, Viðreisnar, Samfylkingarinnar Bjartrar framtíðar og VG.