Neytendur um allan heim hafa minnkað við sig í drykkju á sykruðum drykkjum. Þessi þróun hefur bitnað á fyrirtækjum á borð við Coca-Cola og sýna sölutölur allt sem sýna þarf.

Til þess að bregðast við slökum vexti, stefnir félagið að því að skera niður um allt að 800 milljónir dollara.

Til þess að ná því markmiði verður m.a. 1200 starfsmönnum sagt upp. Alls starfa um 100.000 einstaklingar hjá Coca-Cola.

Samkvæmt CNN Money hefur sala lækkað um 11% milli ára og hagnaður fallið um 20%.

Félagið ætlar sér þó ekki einungis að skera niður, heldur verður fjárfest meira í vatni, mjólk og soja.

Sumir telja einnig að Coke eigi að taka sér Pepsi til fyrirmyndar, sem hefur breitt út anga sína og komið sér í aðra geira.