*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 8. janúar 2018 10:38

Leggja til að einkabílar verði tafðir

Hvert heimili í borginni gæti þurft að greiða 1-2 milljónir króna fyrir áætlaða borgarlínu en meira ef tap verður á henni.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður hefur reiknað út að væntanleg Borgarlína muni kosta hvert heimili á höfuðborgarsvæðinu 1 til 2 milljónir króna að því er fram kemur á vef hans, frostis.is.

„Málið hlýtur að verða rætt í aðdraganda komandi sveitarstjórnarkosninga,“ segir Frosti í samtali við Morgunblaðið en hann segir að þrátt fyrir að áætlanirnar séu ekki sannfærandi þá sé málið á fullri ferð fast á sjálfstýringu og eina vonin sé að einhver sýni frumkvæði og grípi í neyðarhemilinn.

Fyrir utan stofnkostnaðinn gæti tugþúsunda kostnaður lagst til viðbótar á hvert heimili ef tap verður á rekstri borgarlínunnar að mati Frosta. Auk þess segir hann að nýja samgöngukerfið muni sóa tíma fólks, hvort tveggja þeirra sem munu nota það eða ekki.

Lagt til að tafir verði settir á einkabíla til að auka notkun borgarlínu

Er niðurstaða hans sú að þeir sem ferðist með borgarlínunni verði að meðaltali 15 til 20 mínútur lengur að komast milli staða heldur en með bíl, sem þýði 67 klukkustunda tap á einu ári fyrir þá sem ferðast til og frá einum vinnustað.

„Þeir sem meta tíma sinn mikils munu því forðast að nota borgarlínu nema yfirvöld grípi til aðgerða til að minnka þennan mikla tímamun,“ segir Frosti en í skýrslu danska ráðgjafafyrirtækisins COWI um málið er lögð til sú lausn að tefja þá sem vilja nota fólksbíl sem Frosti segir að muni auka umferðarteppu á álagstímum, ekki draga úr henni.

„Það er ótrúlegt að borgarstjóri og sveitarstjórnir telji slík áform „auka lífsgæði“ íbúa.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim