*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 16. maí 2019 07:15

Leggja til óbreytta stjórn

Tilnefningarnefnd Haga leggur til að óbreytt stjórn verði kjörin á aðalfundi sem fram fer í júní.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Tilnefningarnefnd Haga leggur til að óbreytt stjórn verði kjörin á aðalfundi sem fram fer í júní. Sitjandi stjórn var kjörin á hluthafafundi í upphafi árs. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Stjórnina skipa nú Erna Gísladóttir, Davíð Harðarson, Eiríkur S. Jóhannsson, Katrín Olga Jóhannesdóttir og Stefán Árni Auðólfsson. Aðrir frambjóðendur til stjórnar eru Björgvin Halldór Björnsson, Guðrún Ólafsdóttir, Helgi Bjarnason og Már Wolfgang Mixa. 

Sem fyrr segir var ný stjórn kjörin í upphafi árs en þá urðu nokkrar breytingar sem fólust í að Kristín Sigurgeirsdóttir, þá formaður, og Sigurður Arnar Sigurðsson, varaformaður, ákváðu að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Á þeim fundi var Jón Ásgeir Jóhannesson í framboði til stjórnar en tilnefningarnefnd lagði ekki til að hann væri kjörinn og hlaut hann ekki kosningu.

Stikkorð: Hagar
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim