*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 17. apríl 2018 13:58

Leggja tvo samhliða ljósleiðara

Míla og Gagnaveita Reykjavíkur hafa fengið heimild til samstarfs um að leggja sitt hvort ljósleiðaranetið til heimila.

Ritstjórn
Samstarfi Mílu og Gagnaveitunnar er ætlað að draga úr jarðraski þegar félögin leggja sitt hvort ljósleiðaranetið.
Haraldur Guðjónsson

Fyrirtækin Míla og Gagnaveita Reykjavíkur hafa gert með sér samkomulag um samstarf við uppbyggingu ljósleiðara til heimila á höfuðborgarsvæðinu. Samkomulagið felur í sér að hvort félag um sig tekur að sér ákveðin svæði og leggur þar tvö sjálfstæð ljósleiðarakerfi, fyrir báða samningsaðila, í einni og sömu framkvæmdinni.

Markmið með samstarfinu er að ná fram hagræðingu með því að koma í veg fyrir mögulegan tvíverknað, stytta verktíma og minnka jarðrask og áhrif á íbúa. Svæðin sem um ræðir eru í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ. Framkvæmdir munu hefjast á næstu dögum og verklok verða fyrir árslok.

Míla og Gagnaveita Reykjavíkur eiga í samkeppni og hafa því fengið undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu til þess að eiga með sér ofangreint samstarf. Bæði Míla og Gagnaveita Reykjavíkur eru ánægð með þennan samning og telja þetta samstarf vera til góða fyrir samningsaðila, viðskiptavini, sveitarfélög og neytendur að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim