Har­ald­ur Bene­dikts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks og nefnd­armaður í fjár­laga­nefnd, hef­ur sent fjár­málaráðherra formlega kvört­un vegna símtals Guðmund­ar Árna­son­ar ráðuneyt­is­stjóra. Ráðuneytisstjórinn á að hafa hótað Haraldi æru- og eignamissi.

Í nýlegri yfirlýsingu, greindi Haraldur frá símtalinu, sem barst í heimasíma hans að kvöldi til. Guðmundur á að hafa krafist upplýsinga um afstöðu til skýrslu Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugar Þórs um einkavæðingu bankanna.

Í yfirlýsingunni segir m.a:

"Sím­talið mun ég ekki rekja frek­ar. En skila­boð ráðuneyt­is­stjór­ans voru skýr. Ætlun hans um að draga til ábyrgðar þá þing­menn sem tækju þátt í af­greiðslu skýrsl­unn­ar var aug­ljós með beinni hót­un um að þeir skyldu þola æru- og eignam­issi."

Haraldur segir símtalið óboðlegt, óviðeigandi og grafalvarlegt. Haraldur hefur, í samræmi við ráðleggingar umboðsmanns Alþingis, skrifað fjármálaráðherra formlegt kvörtunarbréf. Í umræddu bréfi skrifar Haraldur:

Um­mæli ráðuneyt­is­stjór­ans voru ósam­boðin stöðu hans og virðingu sem æðsta emb­ætt­is­manns fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins.

Ég sé mig til­neydd­an með bréfi þessu að leggja fram form­lega kvört­un yfir fram­komu ráðuneyt­is­stjór­ans og jafn­framt að fara fram á að farið verði yfir mál hans og brugðist við eft­ir at­vik­um í sam­ræmi við rétt­indi hans og skyld­ur, sam­kvæmt viðeig­andi lög­um“