Hagnaður danska leikfangaframleiðandans Lego á síðasta ári jókst um 63% frá fyrra ári. Hagnaðurinn nam 563 milljónum punda, jafnvirði um 106 milljarða króna. Sala jókst frá fyrra ári um 32% og segir framleiðandinn að hann sé nú fjórði stærsti leikfangaframleiðandi heims. Markaðshlutdeild dönsku kubbana á leikfangamarkaði er 5,9%.

Lego getur að stórum hluta þakkað Harry Potter fyrir bættan rekstur félagsins. Leikföng tengd honum seldust afar vel um síðustu jól. Þá segir í tilkynningu um afkomu félagsins, og greint er frá á vef Guardian, að aðrar línur hafi einnig haldið sínu striki.

Legókubbar hafa notið aukinna vinsælda síðustu ár eftir að hafa lent undir í upphafi áratugarins. Rifjað er upp í frétt Guardian að árið 2004 tilkynnti félagið um mikið tap af rekstrinum. Þá þótti tvísýnt um framtíð Lego og talið að fjölskylda stofnandans, sem hefur átt félagið frá upphafi, þyrfti að selja félagið.