*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Erlent 4. september 2014 18:00

Lego malar gull á kubbamynd

Lego Movie skilaði meiri tekjum í kassann hjá Lego en búist hafði verið við.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Danski leikfangaframleiðandinn Lego hagnaðist um 2,7 milljarða danskra króna, jafnvirði næstum 56 milljarða íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 12% aukning á milli ára. Tekjur jukust verulega eða um 11%. 

Mestu munar um afar góða sölu á varningi sem tengist kubbamyndinni Lego Movie auk þess sem tæknilegó og kubbar í Lego Star Wars seldust vel. 

Haft er eftir John Goodwin, fjármálastjóra Lego, í afkomufrétt breska útvarpsins (BBC) að hann sé himinlifandi með gott gengi fyrirtækisins. Spennandi verði að sjá hvernig seinni hluti ársins muni líta út en Lego Movie kom út á DVD í sumar.

Stikkorð: Lego Lego Movie
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim