Úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu virðist ekki ætla að draga úr vilja gróðavænlegasta leikfangaframleiðanda heims. Lego A/S er að færa út kvíarnar í London, með því að bæta meira en 50% við skrifstofurými sitt í borginni.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá fyrirtækinu er ætlunin að byggja skrifstofuna í London upp sem aðalskrifstofu fyrir utan þá sem er í vestur Danmörk og því þurfi rými fyrir fleira starfsfólk í framtíðinni.

Lego hefur haft aðstöðu í London síðan árið 2014, og starfa þar nú 275 manns fyrir fyrirtækið.

Nýja skrifstofan verður á Plough Place, sem er nálægt núverandi skrifstofum Lego á New Fetter Lane, en hún nær yfir tvær hæðir.

Á síðasta ári tilkynnti Lego um að þeir hyggðust hækka verð í Bretlandi um 5% vegna veikingar pundsins.