*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 2. febrúar 2017 10:10

Lego stækkar við sig

Á sama tíma og Bretland þarf að vinna úr úrsögn sinni út úr Evrópusambandinu bætir Lego við starfsemi sýna í landinu.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu virðist ekki ætla að draga úr vilja gróðavænlegasta leikfangaframleiðanda heims. Lego A/S er að færa út kvíarnar í London, með því að bæta meira en 50% við skrifstofurými sitt í borginni.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá fyrirtækinu er ætlunin að byggja skrifstofuna í London upp sem aðalskrifstofu fyrir utan þá sem er í vestur Danmörk og því þurfi rými fyrir fleira starfsfólk í framtíðinni.

Lego hefur haft aðstöðu í London síðan árið 2014, og starfa þar nú 275 manns fyrir fyrirtækið.

Nýja skrifstofan verður á Plough Place, sem er nálægt núverandi skrifstofum Lego á New Fetter Lane, en hún nær yfir tvær hæðir.

Á síðasta ári tilkynnti Lego um að þeir hyggðust hækka verð í Bretlandi um 5% vegna veikingar pundsins.

Stikkorð: Evrópusambandið Bretland Danmörk London Lego Brexit úrsögn
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim