*

sunnudagur, 17. febrúar 2019
Erlent 24. febrúar 2014 09:13

Lego tekjuhæsta myndin þriðju vikuna í röð

Sérfræðingur segir að Lego-myndin hafi verið frumsýnd á hárréttum tíma.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Lego-myndin var tekjuhæsta myndin í kvikmyndahúsum vestanhafs um helgina, þrátt fyrir að aðrar myndir á borð við Pompeii og 3 Days to Kill væru sýndar. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal. 

Paul Dergarabedian, kvikmyndagreinandi hjá Rentrak, segir við Wall Street Journal að Lego hafi verið frumsýnd á hárréttum tíma. Það sé ótrúlegt að tekjurnar hafi verið 31 milljón í þriðju vikunni sem myndin er sýnd. 

Allt í allt nema tekjurnar af myndinni 183,2 milljónum bandaríkjadala. Myndin er þar með orðin tekjuhæsta myndin árið 2014 og skýtur myndum á borð við The Monuments Men með George Clooney og endurgerðinni af RoboCop ref fyrir rass.