*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Erlent 24. febrúar 2014 09:13

Lego tekjuhæsta myndin þriðju vikuna í röð

Sérfræðingur segir að Lego-myndin hafi verið frumsýnd á hárréttum tíma.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Lego-myndin var tekjuhæsta myndin í kvikmyndahúsum vestanhafs um helgina, þrátt fyrir að aðrar myndir á borð við Pompeii og 3 Days to Kill væru sýndar. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal. 

Paul Dergarabedian, kvikmyndagreinandi hjá Rentrak, segir við Wall Street Journal að Lego hafi verið frumsýnd á hárréttum tíma. Það sé ótrúlegt að tekjurnar hafi verið 31 milljón í þriðju vikunni sem myndin er sýnd. 

Allt í allt nema tekjurnar af myndinni 183,2 milljónum bandaríkjadala. Myndin er þar með orðin tekjuhæsta myndin árið 2014 og skýtur myndum á borð við The Monuments Men með George Clooney og endurgerðinni af RoboCop ref fyrir rass. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim