*

laugardagur, 20. apríl 2019
Fólk 8. desember 2017 09:31

Leiða Samtök um ábyrgar fjárfestingar

Að Samtökum um ábyrgar fjárfestingar standa 11 lífeyrissjóðir, 4 bankar, 3 tryggingafélög og nokkur fjármálafyrirtæki.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Samtök um ábyrgar fjárfestingar á Íslandi voru stofnuð á dögunum en tilgangur samtakanna er að stuðla að aukinni þekkingu og umræðu um aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga.

Stofnaðilar Samtaka um ábyrgar fjárfestingar eru fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóðir og tryggingafélög sem fjárfesta fyrir eigin reikning eða í umboði þriðja aðila með starfsemi á Íslandi og styðja tilgang samtakanna. Stofnaðilar voru samtals 23; ellefu lífeyrissjóðir, fjórir bankar, þrjú tryggingafélög, fjögur rekstarfélög verðbréfasjóða og eitt eignastýringarfyrirtæki.

Samtökunum er ætlað að vera óháður vettvangur fyrir umræðu og fræðslu um ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar. Samtökin munu því sem slík ekki taka afstöðu til álitamála er varðar umrædd málefni. Enskt heiti samtakanna er IcelandSIF (Iceland Sustainable Investment Forum).

Stjórn félagsins skipa: 

  • Arnór Gunnarsson forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS
  • Davíð Rúdólfsson forstöðumaður eignastýringar hjá Gildi lífeyrissjóði
  • Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum
  • Jóhann Guðmundsson sérfræðingur í eignastýringu hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna
  • Kristín Jóna Kristjánsdóttir fjárfestingarstjóri hjá Íslandssjóðum
  • Kristján Geir Pétursson lögfræðingur hjá Lífeyrissjóðnum Birtu. 

Hrefna Ösp er stjórnarformaður samtakanna og Davíð Rúdólfsson er varaformaður stjórnar.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim