Aðgerðir til að banna leynifélög í skattaskjólum verða ræddar á leiðtogafundi um 40 ríkja um spillingu í Lundúnum á morgun. Upplýsingar sem koma fram í Panamaskjölunum svokölluðu um peningaþvætti og skattsvik eru á dagskrá fundarins. Þetta kemur fram á vef ruv.is í dag.

Andrúmsloftið fyrir fundinn hefur litast nokkuð a f upptökum sem birtar hafa verið og sýna David Cameron, forsætisráðhera Breta, segja við Englandsdrottningu að leiðtogar tveggja spilltustu ríkja heims Nígeríu og Afganistans væru á leið til Lundúna.

Talsmaður Muhammadus Buharis, forseta Nígeríu, segir að Cameron sé með gamlar hugmyndir um Nígeríu sem endurspegli ekki þann árangur sem Nígeríuforseti hafi náð í baráttunni gegn spillingu.