Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 30.maí til og með 5.júní 2014 var 132, að því er fram kemur á vef Þjóðskrár . Þar af voru 100 samningar um eignir í fjölbýli, 28 samningar um sérbýli og fjórir samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 4.268 milljónir króna og meðalupphæð á samning 32,3 milljónir. Þá var þrettán kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum, nítján á Akureyri og sjö á Árborgarsvæðinu.

Heildarfjöldi þinglýstra leigusamninga á landinu var 726 í maí 2014. Þeim fjölgaði um 9,3% frá því í apríl og um 1,8% frá maí 2013. Á höfuðborgarsvæðinu var 480 leigusamningum þinglýst í maí, sem er 12,7% aukning frá því í apríl og 3% aukning milli ára.