*

mánudagur, 27. maí 2019
Innlent 13. nóvember 2018 09:40

Leigutekjur Reita jukust um 6,5%

Leigutekjur fyrstu níu mánuði ársins 2018 námu 8.455 milljónir króna samanborið við 7.942 milljónir króna.

Ritstjórn
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita.
Haraldur Guðjónsson

Leigutekjur fasteignafélagsins Reita jukust um 6,5% á fyrstu níu mánuðum þessa árs og er að langstærstu leyti tilkominn vegna hækkaðrar leigu og betri nýtingar í óbreyttu eignasafni.. Þetta kemur fram í árshlutareikningi félagsins. 

Leigutekjur fyrstu níu mánuði ársins 2018 námu 8.455 milljónir króna samanborið við 7.942 milljónir króna á sama tímabili árið áður. Nýting eignasafnsins er 97,2% samanborið við 96,0% á sama tímabili í fyrra.

Virði fjárfestingareigna hækkaði um 7.056 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Matsbreyting fjárfestingareigna á tímabilinu nam 731 milljónir króna. Verðlagsbreytingar hafa þar áhrif til hækkunar en fasteignagjaldahækkanir til lækkunar. Nettó fjárfesting Reita í nýjum og núverandi eignum nam 6.501 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins. 

„Rekstur Reita hefur verið með góðu móti undanfarin misseri. Tekjur hafa vaxið umfram verðlag og rekstrarhagnaður verið ágætur. Kaup á Vínlandsleið ehf. gengu í gegn í septemberbyrjun, þá bættust rúmlega 18.000 fermetrar af vönduðu húsnæði við eignasafn Reita sem telur nú 465.000 fermetra í um 135 byggingum. Af nýlegum leigusamningum ber helst að nefna tvo samninga sem gerðir voru við Landspítala á dögunum, annarsvegar nýr samningur um 5.000 fermetra skrifstofuhúsnæði við Skaftahlíð 24, og hinsvegar um húsnæði við Eiríksgötu 5, hús sem hýst hefur skrifstofur spítalans en verður nú breytt í göngudeild. Útleiga hefur verið góð að undanförnu og útleiguhlutfall er hátt. Stjórnendur Reita sjá fjölmörg tækifæri í stafrænni þróun og samþættingu hennar við hefðbundið verslunarhúsnæði. Kringlan ætlar í framtíðinni að þjóna viðskiptavinum með heildstæðri nálgun þar sem netheimar og raunheimar renna saman í eitt. Vinna er þegar hafin við þessar breytingar en þær fara að verða sýnilegri á næsta ári," segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita.   

Stikkorð: Uppgjör Reitir
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim