Rekstrartekjur Regins hf. námu 6.643 milljónum króna árið 2016. Þetta kemur fram í nýbirtu ársuppgjöri félagsins.

Samkvæmt tilkynningu frá félaginu jukust leigutekjurnar um rúmlega 22% milli ára og jókst rekstrarhagnaðurinn um 21%. Rekstrarhagnaðurinn fyrir matsbreytingu og afskriftir stóð þá í 4.377 milljónum króna við árslok.

Hagnaður eftir tekjuskatt er þó sambærilegur og á fyrra ári, og nam 4.243 milljónum króna.

Bókfært virði fjárfestingareigna hefur aukist talsvert milli ára og var í 83.027 milljónum króna í lok árs, samanborið við 63.949 milljónir króna árið áður.

Handbært fé rá rekstri nam þá 2.568 milljónum og eru vaxtaberandi skuldir núna komnar upp í 49.499 milljónir.

Eiginfjárhlutfall Regins í lok árs er nú í 34,5% og þá hefur hagnaður á hlut lækkað lítillega úr 3,06 í 2,78 krónur.