Snorri Jakobsson ráðgjafi hjá Capacent segir að ekki sé eftir miklum tekjum að slægjast fyrir olíufélögin að halda úti rekstri smáverslana á bensínstöðvum sínum að því er Morgunblaðið greinir frá.

Þetta segir hann eftir athugun á síðasta ársreikningi eins þeirra, Skeljungs, sem hefur leigt út rekstur sinna stöðva til 10-11.

„Skeljungur fær 130 milljónir króna í hreinar leigutekjur fyrir 10/​11-verslanirnar,“ sem hann setur í samhengi við kaup N1 á Festi og Skeljungs á Wedo sem rekur Hópkaup, Heimkaup og Bland.

„Það sýnir svart á hvítu hve litlu þessi rekstur skilar til olíufélaganna og það má yfirfæra þetta á hin félögin einnig,“