*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 9. apríl 2015 19:00

Leikarar Þjóðleikhússins með lægstu launin

Ljósmæður voru með hæstu meðal heildarlaun félagsmanna BHM.

Ritstjórn
MBL - Golli

Meðal félaga í Bandalagi háskólamanna voru leikarar Þjóðleikhússins bæði með lægstu heildar- og dagvinnulaun. Ljósmæður voru hins vegar með hæstu meðal heildarlaunin á mánuði, eða tæplega 700 þúsund krónur. Þessu greinir RÚV frá. En, nokkur þúsund félagsmanna BHM mættu á Lækjartorg í dag til að vekja athygli á kröfum sínum

Megin krafa BHM er að menntun sé metin til launa, en lægstu taxtalaun eru nú um 270 þúsund krónur. Heyrst hefur krafa um að lágmarkslaun verði 400 þúsund krónur. Um 3 prósent félagsmanna BHM eru með dagvinnulaun undir 300 þúsund krónum, tæp 16 prósent með dagvinnulaun á bilinu 300 til 400 þúsund krónur, hlutfallslega lang flestir, eða um 44 prósent með fjögur til fimmhundruð þúsund. Um fjórðungur er með laun á bilinu 500 til 600 þúsund, en aðeins 0,35 prósent með dagvinnulaun yfir 800 þúsundum.

Háskólamenn á almenna vinnumarkaðinum eru með 30 prósenta hærri laun en ríkisháskólamenn. En laun lækna, framhaldskólakennara og flugmanna hafa einmitt hækkað um þá prósentu. Leikarar í Leikarafélag Íslands eða leikarar hjá Þjóðleikhúsinu eru með lægstu launin miðað við árið í fyrra. Meðaheildarlaun þeirra voru 434 þúsund og davinnulaunin 368 þúsund. Stéttarfélag lögfæðinga er með hæstu dagvinnulaunin eða 519 þúsund.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim