Kínverski skóframleiðandinn C.banner International Holdings hefur tilkynnt að hann ætli að kaupa öll útgefin hlutabréf í Ludendo Enterprises UK sem á og rekur bresku leikfangaverslunina Hamleys.

Talið er að kaupverðið sé í kringum 100 milljónir punda, eða um 20 milljarðar íslenskra króna. Kaupin eru talin vera liður í átaki C. banner International til að stækka markaðshlutdeild sína utan Kína.

Kínverska fyrirtækið er skráð í kauphöllinni í Hong Kong en það framleiðir aðallega kvennmannsskó en það tilkynnti fyrst um samninginn á meðan Xi Jinping, forseta Kína, var í opinberri heimsókn í Bretlandi.

Hamleys er elsta leikfangaverslun í heimi en verslunin var stofnuð árið 1760. Framkævmdastjóri félagsins er Guðjón Reynisson