Vegna samruna Fjarskipta hf., móðurfélags Vodafone, og 365 miðla hf, hefur Samkeppniseftirlitið óskað eftir sjónarmiðum almennings og fyrirtækja í þágu rannsóknarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stofnunni, en þar kemur fram að eftirlitið hafi birt samrunatilkynningu málsins á heimasíðu sinni , þó hún sé þar birt án trúnaðarupplýsinga.

Samhliða hinni opinberubirtingu samrunatilkynningarinnar hefur Samkeppniseftirlitið sent beiðni um umsögn og upplýsingar til fyrirtækja á viðkomandi mörkuðum. Auk þess hefur Samkeppniseftirlitið óskað umsagnar frá opinberum stofnunum sem annast eftirlit samkvæmt lögum um fjölmiðla og fjarskipti. Er þess óskað að sjónarmið og gögn berist eftirlitinu eigi síðar en 26. maí nk.

Hægt er að senda umsagnir og útfyllt gagnaeyðublað á netfangið [email protected]