*

mánudagur, 27. maí 2019
Erlent 31. maí 2018 17:11

Lengsta farþegaflug í heimi

Singapore Airlines ætlar að hefja beint flug milli Singapore og New York.

Ritstjórn
Flugfélagið mun nota Airbus A350 flugvélar á þessari flugleið

Flugfélagið Singapore Airlines ætlar að hefja lengsta beina farþegaflug í heimi, á milli Singapore og New York, á nýjustu Airbus A350 flugvélum sínum. Félagið hefur áður boðið upp þessa flugleið en hætti því árið 2013. Þetta kemur fram á vef WSJ.

Samkvæmt fréttatilkynningu mun félagið hefja daglegt flug milli þessara áfangastaða 18. október á þessu ári. Áætlaður flugtími ferðarinnar mun vera 18 klukkustundir og 45 mínútur.

Sú farþegaflugferð sem er lengst í heimi þessa stundina er flug Qatar Airways milli Auckland í Nýja Sjálandi og Doha í Katar, en sú ferð tekur 18 klukkustundir og 20 mínútur. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim