Á árinu 2015, þá tapaði skartgripaverslunin Leonard ehf. 34,6 milljónum króna. Það er talsvert meira tap en árið áður, þegar 8,25 milljón króna tap var á rekstri fyrirtækisins. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2015.

Fastafjármunir fyrirtækisins í lok árs 2015 námu rúmum 35 milljónum. Í lok árs 2014 námu þeir 34,7 milljónum. Heildareignir fyrirtækisins í lok árs 2015 námu 127,4 milljónum samanborið við rúmlega 170 milljónir í lok árs 2014.

Í lok árs 2015 skuldaði fyrirtækið alls rúmlega 201 milljónir. Í lok árs 2014 skuldaði fyrirtækið hins vegar 209,5 milljónir.

Handbært fé í árslok 2015 nam 3,2 milljónum samanborið við 13,4 milljónir í lok árs 2014.

Leonard ehf. er í eigu In Import ehf.