*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 9. desember 2017 16:02

Lesa í það sem ekki stendur

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er nokkuð jákvæður í garð nýs stjórnarsáttmála. Honum kemur þó á óvart að ekki sé kveðið fastar að orði í ýmsum málum.

Gunnar Dofri Ólafsson
Haraldur Guðjónsson

Við höfum viljað meta þetta jákvætt. Þarna er ýmislegt haft á orði sem hljómar mjög vel – keðju­ ábyrgð, fæðingarorlof og fleira,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), um nýjan stjórnarsáttmála. „En síðan er annað sem er ekki haft á orði og við höfum dálitlar áhyggjur af eins og atvinnuleysisbótum og ábyrgðarsjóði launa. Atvinnuleysisbætur hafa verið skildar eftir frá því eftir hrun og réttindin þar eru ekki í neinu samhengi við kaupgjald í landinu. Þetta tengist líka umræðu í tengslum við lækkun tryggingagjalds,“ segir Gylfi. Þær vangaveltur viðraði hann í Viðskiptablaðinu fyrir nokkru þar sem hann benti á að ábyrgðarsjóður launa tryggir ekki nema helming meðallauna í landinu ef til gjaldþrots vinnuveitanda kemur.

„Okkur finnst ekki ganga upp að lækka tryggingagjald án þess að þessi réttindi verði rétt af.“ Gylfi átti von á að víðar yrði kveðið fastar að orði í sáttmálanum í ljósi þess hve ólíkir flokkarnir sem standa að ríkisstjórnarsamstarfinu eru.

„Við höfum lagt að stjórnmálunum hugtakið félagslegur stöðugleiki. Ef við eigum að komast áfram í umræðunum um breytt fyrirkomulag kjarasamninga þá er það skilyrt því að við fáum að njóta sambærilegs stöðugleika í félags- og velferðarmálum eins og við þekkjum á Norðurlöndunum. Þetta hugtak fylgdi ekki í þessum sáttmála og virðist ekki vera áhersluatriði. Flest það sem lýtur að bættum réttindum launafólks eða í velferðarkerfinu virðist skilyrt einhverjum kjarasamningum. Ég hef sagt áður að mér finnst staðan á vinnumarkaði svolítið þannig að fólk er mjög brennt af efndaleysi loforða stjórnmálanna í tengslum við kjarasamninga. Þess vegna er, held ég, eftirspurn eftir því að stjórnmálin hafi atriði eins og félagslegan stöðugleika sem hluta af stefnu sinni þannig að það sé einhver skuldbinding stjórnmálanna að þau ætli sér að standa vörð um þetta,“ segir Gylfi. Þannig geti verkalýðshreyfingin og launafólk fjallað um sín viðfangsefni í trausti þeirra skuldbindinga stjórnmálanna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim