Í gær samþykkti Borgarráð Reykjavíkur samstarfssamning um lest á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Fyrr í vikunni samþykktu bæjaryfirvöld í Garðabæ slíkan samning og sveitarfélögin á Suðurnesjum síðasta haust. Brátt verður málið tekið fyrir hjá bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði og Kópavogi að því er kemur fram í frétt RÚV um málið.

Að sögn Runólfs Ágústssonar, framkvæmdastjóri Fluglestarinnar þróunarfélags. Hann segir samningana við sveitarfélögin mikilvæga fyrir framgang verkefnisins. Lestin fer í göngum frá Straumsvík, og miðað er að endastöð verði á BSÍ. Næsta skref er rannsóknir og skipulag. „Þetta er allt til skoðunar og lestin heldur áfram á fullri ferð,“ segir hann.

Áætlað er að heildarkostnaður við verkefnið verði á bilinu 85 til 87 milljarðar króna. Forsvarsmenn lestarinnar gera ráð fyrir hóflegri fjölgun ferðamanna næstu árin. Gert er ráð fyrir því að lestaferðin frá flugvellinum til Reykjavíkur taki um 20 mínútur og að stök ferð kosti 5.000 krónur.