„Sólbert er fyrsti aldinbjórinn, gerður úr hágæða lagerbjór og ferskum ávaxtadrykk. Sólbert er svar við nútímakröfum um gott, náttúrulegt bragð og að lögð sé ástríða í það sem gert er. Í dag gerum við öll miklu meiri kröfur til matar og drykkjar en við gerðum áður og okkur varðar meira um það sem við leggjum okkur til munns,“ segir Guðni Þór Sigurjónsson, vöruþróunarstjóri Ölgerðarinnar.

„Sólbert kemur til dyranna eins og hann er klæddur, það er erfitt að lýsa honum en auðvelt að falla fyrir honum, en lykillinn að því að njóta Sólberts er í glasi fullu af klökum en þannig koma fram allir hans bestu tónar. Þetta er auðvitað mjög frábrugðið því hvernig bjór er borinn fram og þannig aðgreinir hann sig frá bjórnum.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .