Tyrkland er eitt þeirra hagkerfa sem hefur vaxið hratt á undanförnum árum í krafti mikillar fjárfestingar en landið hefur notið hylli alþjóðlegra fjárfesta í kjölfar þess að ráðist var í viðamiklar efnahagsumbætur eftir að landið gekk í gegnum djúpstæða fjármálakreppu árið 2001. En nú eru blikur á lofti bæði í efnahags- og stjórnmálalífi landsins.

Þrátt fyrir að hagvöxtur hafi verið 4,5% í fyrra féll hann úr 6,9% árið þar áður. Minnkandi hagvöxtur kemur samfara þeim vandamálum sem stafa af lánsfjárkreppunni á alþjóðafjármálamörkuðum. Fram kemur í umfjöllun Dow Jones-fréttaveitunnar að útflutningur, einkaneysla og fjárfesting dragist nú saman og útlit sé fyrir að sú þróun muni halda áfram á næstu misserum. Að sama skapi mældist verðbólga í landinu tæp tíu prósent í febrúar og erfitt að kann að vera að ná henni niður, ekki síst ef gengi lírunnar heldur áfram að veikjast eins og hún hefur gert að undanförnu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .