Talið er að Tom Hayes hafi verið þungamiðjan í Libor hneysklinu sem átti sér stað í London fyrir hrun. Hayes er 35 ára fyrrum verðbréfamiðlari í UBS og Citigroup. Hafa verið lagaðar fram átta ákærur á hendur honum í sambandi við málið. Hayes neitar allri sök en réttarhöld standa nú yfir í London. Þetta segir í frétt BBC .

Hayes er sakaður um að hafa starfað með óheiðarlegum hætti og haft óeðlileg áhrif á vextina. Á öðrum degi réttarhaldanna var meðal annars spilað samtal milli Hayes og annars verðbréfamiðlara en þar heyrist Hayes meðal annars segja að þriggja mánaða Libor vextir séu of háir vegna þess að hann hafi haldið þeim óeðlilega háum. Hann sagði að hann næði að framkvæma þetta með því að vera vinur starfsmanna í öðrum bönkum á réttum stöðum. Í sama samtali segir Hayes að hann og Chase sem var þá starfsmaður hjá JP Morgan hjálpuðust alltaf að.

Einnig var spilað samtal milli Hayes og stjúpbróður hans Peter O'Leary sem hafði nýlega hafið störf hjá HSBC en þar biður Hayes stjúpbróðir sinn um að hjálpa sér að halda Libor vöxtunum frekar lágum í nokkra daga og bætir jafnframt við að hann muni endurgjalda greiðann.

Hayes var fyrst handtekinn árið 2012 og var ákærður í júní 2013.