*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Fólk 24. janúar 2018 11:56

Líf vill leiða lista Vinstri grænna

Borgarfulltrúinn Líf Magneudóttir sækist eftir því að leiða lista VG fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Ritstjórn
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna sækist eftir því að leiða lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Aðsend mynd

Líf Magneudóttir sækist eftir því að leiða lista Vinstri grænna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Líf er borgarfulltrúi vinstri grænna og forseti borgarstjórnar en hún kom inn í borgarstjórn og borgarráð árið 2016 þegar Sóley Tómasdóttir sagði af sér.

„Ég býð mig fram til þess að leiða lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum í lok maí. Stefna og sjónarmið Vinstri grænna eiga að vera í stafni þegar ákvarðanir eru teknar í borgastjórn og við daglega stjórnun borgarinnar næstu fjögur árin. Til þess þarf öflugan og samhentan hóp fólks til að vinna að sameiginlegum markmiðum sem hefur einkennt yfirstandandi kjörtímabil í núverandi meirihlutasamstarfi fjögurra flokka,“ segir Líf í tilkynningunni.

Hún segir jafnframt að stærstu viðfangsefni stjórnmálanna séu að bregðast við loftslagsbreytingum, uppræta kynbundið ofbeldi og útrýma efnahagslegu, félagslegu og öðru misrétti.

„Næstu ár eiga eftir að einkennast af örum vexti á öllum sviðum borgarinnar og við þurfum að setja kraft í að takast á við þá vaxtarverki sem fylgja stækkandi borg. Það verður gert með aukinni uppbyggingu húsnæðis, styrkingu almenningssamgangna, eflingu félagslegra- og efnahagslegra innviða með áherslu á þær stoðir sem varða börn og barnafjölskyldur. Þetta eru allt þættir sem snerta daglegt líf borgarbúa með einum eða öðrum hætti,“ segir Líf.

Líf er menntaður grunnskólakennara og er í sambúð með Snorra Stefánssyni lögmanni og hagfræðingi. Þau eiga fjögur börn á aldrinum 5-17 ára og búa í Vesturbæ Reykjavíkur.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim