Kanadíska orkufélagið Alterra Power, hefur lækkað afkomuspá sína eftir að fjárfestingarsjóðurinn ORK hefur tekið yfir 12,7 prósentustig af eignarhlut félagsins í HS Orku að því er Fréttablaðið greinir frá.

Hefur félagið lækkað væntan EBITDA hagnað, um 4%, eða sem nemur 47,2 milljónum dala, eða rúmlega 8% lægra á næsta ári. Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um höfnuðu lífeyrissjóðirnir sölu HS Orku á hlut sínum í Bláa lóninu, en síðan þá virðist hlutur Alterra hafa minnkað í félaginu.

Á Alterra nú 53,9% hlut í HS Orku, fjárfestingarsjóðurinn ORK, sem er að mestu í eigu lífeyrissjóðanna og félagið Jarðvarma sem er einnig í eigu sjóðanna, eiga 46,1% hlut.