Þeir lífeyrissjóðir sem tóku þátt í viðræðum um kaup á verulegum hlut í Arion banka telja sig hlunnfarna og hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni. Þeir krefjast að Kaupþing, sem seldi eignarhlutinn til erlendra fjárfestingasjóða, bæti þeim fjárhagslega tjónið að því er kemur fram í frétt ViðskiptaMoggans .

Þar sem að lífeyrissjóðirnir töldu að Kaupþing hafi unnið að sölunni af heilindum og að þeir hafi viljað selja eignarhlutinn í raun og veru, hafi lífeyrissjóðirnir stofnað til kostnaðar, beint og óbent, sem þeir telja ósanngjarnt að þeir standi undir.

Kostnaðurinn er fyrst og fremst í formi vinnu ráðgjafa sem sjóðurnir fengu til liðs við sig í viðræðunum. Enn fremur er meðal kostnaðarliða tjón sem þeir hafi orðið vegna þess að margir sjóðanna höfðu hafið undirbúning að losa fé til að standa af kaupverðinu.