*

sunnudagur, 22. júlí 2018
Innlent 10. júlí 2017 10:39

Lífeyrissjóðirnir hafa lánað 53 milljarða

Sprenging hefur orðið á útlánum íslenskra lífeyrissjóða. Þau hafa nálega tólffaldast á einungis tveimur árum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ný útlán lífeyrissjóðanna halda áfram að aukast. Á fyrstu fimm mánuðum ársins námu tæplega 53 milljörðum króna í 3.838 samningum, samanborið við rúman 31 milljarð í 1.987 samningum fyrstu fimm mánuði ársins 2016 að því er kemur fram í frétt Morgunblaðsins um útlán lífeyrissjóðanna. 

Nemur aukningin í útlánum 70%. Í maí á þessu ári lánuðu sjóðirnir 12,5 milljarða og er það næst hæsta upphæð sem runnið hefur frá sjóðunum í einum mánuði. Metið var slegið síðastliðinn mars þegar sjóðirnir lánuðu um 13,5 milljarða króna. 

Meðalfjárhæð hvers lánssamnings hefur aukist milli ára. Meðalupphæð samninga það sem af er þessu ári verið 18,6 milljónir króna en í fyrra var hún 15,6 milljónir króna. Ef litið er til lengri tíma er það ljóst að útlánasprenging hefur orðið hjá lífeyrissjóðunum á síðustu árum. Til að mynda lánuðu þeir 4,4 milljarða út fyrstu fimm mánuði ársins 2015. Því hafa útlánin nálega tólffaldast á einungis tveimur árum.

Stikkorð: Lífeyrissjóðir útlán aukning