*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 29. apríl 2016 14:30

Lífeyrissjóður verslunarmanna stærstur

Hreinar eignir lífeyrissjóðsins námu alls 583.676 milljónum króna í árslok 2015.

Kári Finnsson
Haraldur Guðjónsson

Um síðustu áramót námu eignir lífeyrissjóðanna samtals tæpum 3.277 milljörðum króna en það svarar til um þriðjungs fjármálakerfisins. Á sama tíma námu eignir innlánsstofnana 3.186 milljörðum króna en árið 2015 var fyrsta árið þar sem eignir lífeyrissjóða voru meiri en eignir innlánsstofnana.

Nú hafa flestir lífeyrissjóðir skilað uppgjöri síðasta árs. Stærsti lífeyrissjóðurinn í hreinum eignum talið er Lífeyrissjóð­ ur verslunarmanna en hreinar eignir hans í árslok 2015 námu alls 583.676 milljónum króna eða um 18% af heildareignum allra lífeyrissjóða. Næst á eftir kemur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 582.947 milljónir króna í hreinni eign en hann vermdi efsta sætið á síðasta ári.

Í þriðja sæti er Gildi lífeyrissjóður með 455.063 milljónir í hreinni eign, þar á eftir kemur Stapi lífeyrissjóður með 179.272 milljónir í hreinni eign og í fimmta sæti er Almenni lífeyrissjóðurinn með 174.151 milljónir í hreinni eign. Saman eiga þessir fimm stærstu lífeyrissjóðir 60% af heildareignum lífeyrissjóða.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim