Lífland hefur tekið yfir rekstur Bændaþjónustunnar í Skagafirði af Eymundi Þórarinssyni, sem rekið hefur fyrirtækið um árabil. Auk starfsemi Bændaþjónustunnar í Varmahlíð og þjónustu við bændur í Skagafirði hefur verið starfrækt verslun á Blönduósi undir stjórn Hávarðar Sigurjónssonar að því er fram kemur á í frétt á vefsíðu Líflands.

Verslanir Líflands eru í dag á tveimur stöðum, annarsvegar í Reykjavík og hinsvegar á Akureyri. Fyrirtækið mun halda versluninni á Blönduósi óbreyttri og reka áfram undir merkjum Bændaþjónustunnar. Verslunin mun starfa þar áfram undir stjórn Hávarðs SIgurjónssonar og þjóna íbúum svæðisins og öðrum sem þangað leita. Eymundur mun áfram sinna sinni þjónustu í Skagafirði og njóta stuðnings frá ráðgjafateymi á landbúnaðarsviði Líflands.